Email Facebook Twitter

Guðjón B. Ketilsson

Aftur í listamann

Fyrirgefðustytta

Guðjón B. Ketilsson

2016


Um verkið

Hugmyndin að verkinu er unnin uppúr minningarbroti frá því ég var smástrákur. Þá braut ég óvart styttu á æskuheimili mínu, í boltaleik innandyra. Ég reyndi að breiða yfir mistök mín með því að líma styttuna saman. Ég tíndi upp brotin og raðaði þeim saman eins vel og ég gat. Útkoman varð afkáralegt stykki, eitthvað fyrirbæri sem var síðan flissað að á heimilinu. Þetta var mjög augljóst brot. Ég man svo að mamma setti samanlímdu styttuna uppá hillu í stofunni. Ég vann fyrst verk útfrá þessari minningu fyrir postulínssýningu Myndhöggvarafélagsins í Nýlistasafninu árið 2006. Í framhaldinu fór ég að viða að mér fleiri postulínsstyttum en verkin eru unnin úr fjölda gamalla postulínsstytta, sem ég hef mölvað niður. Ég vel saman brotin og set þau saman aftur í bjagaðri mannsmynd.