Email Facebook Twitter

Arthur Ragnarsson

28.12.1958

Arthur Ragnarsson

Um listamanninn

Myndheimur minn er sprottinn úr hugarflugi og skynrænum vinnubrögðum. Viðfangsefnið mótast af tilfinningalegum tengslum við náttúruöflin. Þar býr einskonar persónugerving náttúrunnar sem ég leitast við að ná og færa inn í samtíðina. Vinnuferlið snýst um að víkka sjóndeildarhring tilverunnar, frekar en að ná fyrir fram ákveðnum árangri. Ég veiti mér svigrúm til að kanna tengsl, uppgötva boð og þætti sem myndast í samspili reynslu og þekkingar og hins ómeðvitaða. Tilviljanir og ófyrirsjáanleg atvik varða leiðina og vísa veginn.