Email Facebook Twitter

Arthur Ragnarsson

28.12.1958

Arthur Ragnarsson

Um listamanninn

Shjamanískur myndheimur Arthurs Ragnarssonar fagnar fjölbreytni tilfinningalífsins og færir forn máttarvöld inn í samtímann. Verk listamannsins skera sig úr í sínum músíkalska ljóma og fylgja ljóðrænum hrynjanda Lýríkinnar. Í frumlegum einfaldleikanum býr einnig lýsing á okkar eigin tilvist. Listamaðurinn kannar hulnar og óvæntar hliðar tilverunnar, thar sem fortíð og nútíð renna saman. Knúinn áfram af glóð tilfinninga og eðlishvata gleymast troðnar slóðir, innsæi og undirmeðvitund taka við og endurspegla minningum, reynslu og draumum gegnum tíðina. Í hita augnabiksins læðist annað með sem á erindi til hins innri máttar og sameiginlegs menningararfs. Hér er einlægni og persónulegt handbragð á ferð ásamt hæfilegu magni af óskynsemi sem tekur einsleitum og stöðluðum heimi rökhugsunar seiðtökum. Í verkum sínum vísar listamaðurinn oft til ævintýralegrar reynslu sinnar sem sjómaður á vestfjarðamiðum og til minninga meðal engla og spámanna. lífrænun frumformum og náttúrufyrirbærum bregður oft fyrir þar sem sérkennilegar fígúrur og fley, dýragerfi og gallagripir flakka um í snæviþöktum öræfum, yfir opnum sjó. Arthur Ragnarsson er Siglfirðingur og stundar myndlist sína í Finnlandi og Svíþjóð.