Email Facebook Twitter
Ásmundur Sveinsson

Um listamanninn

Ásmundur Sveinsson fæddist að Kolsstöðum í Dalasýslu 20. mai 1893. Árið 1915 kom Ásmundur til Reykjavíkur og lagði stund á tréskurðarnám hjá Ríkharði Jónssyni. Jafnframt því var hann við nám í Iðnskólanum. Haustið 1918 sigldi Ásmundur til Kaupmannahafnar og var þar í teikniskóla einn vetur hjá Viggo Brandt. 
    Síðan lá leið hans til Stokkhólms í Listaháskólann og var aðalkennari hans Carl Mille. Vorið 1926 útskrifaðist Ásmundur frá Sænska listaháskólanum og hélt til Parísar þar sem hann dvaldi næstu þrjú árin og nam m.a. hjá franska myndhöggvaranum Despiau. 
    Ásmundur kom aftur heim vorið 1929 eftir tíu ára búsetu erlendis. Árið 1933 reisti hann sér hús við Freyjugötu, sem nú er Ásmundarsalur og er listasafn ASÍ þar til húsa. 
    Árið 1942 hóf hann byggingu kúluhússins við Sigtún og nokkru seinna bætti hann við pýramídunum tveimur. 
    Á árunum 1954-59 reisti hann svo bogaskemmuna. Húsin hannaði hann og byggði að mestu sjálfur og voru þau hvortveggja í senn heimili hans og vinnustofa. 
    Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg listasafn sitt eftir sinn dag. Hann andaðist í Reykjavík 9. desember 1982. 
    Árið 1983 stofnaði Reykjavíkurborg safn helgað Ásmundi Sveinssyni í húsinu. Byggt var við safnið árið 1991og kúlan og boginn tengd saman. Arkitekt viðbyggingarinnar er Manfreð Vilhjálmsson.

Menntun

1920-1926
Aðalkennari Carl Milles
1915-1919
Lærir m.a. rúmteikningu og fríhendisteikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni. Líkur sveinsprófi í tréskurði í júni 1919

Einkasýningar


Samsýningar

2003
Meistarar formsins
2002
Maður og borg
2000
Myndir á sýningu - heimur uppi og niðri
1994
Náttúra, náttúra : Jóhannes S. Kjarval, Ásmun
1990
September - Septem.
1986
Fimm myndhöggvarar 1961-1986.
1955
Málverkasýning
1952
Septembersýning
1951
Septembersýning
1949
Den store nordiske kunstudstilling

Styrkir og viðurkenningar


Umfjöllun

2001
Morgunblaðið
Svipir úr list Ásmundar.
1999
Bókin um Ásmund. Reykjavík : Listasafn Reykj
1996
Mótunarárin í lista Ásmundar Sveinssonar. Ás
1995
Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar. Reykja
1994
AVS - arkitektúr verktækni skipulag, 4.tbl.
Tengibygging við Ásmundarsafn, bls. 34-35.
1994
Natur, natur : Jóhannes S. Kjarval 1885-1972,
1994
Náttúra, náttúra : Jóhannes S. Kjarval, Ásmun
1994
AVS - arkitektúr verktækni skipulag, 4 tbl.
Lóðin við Ásmundarsafn, bls. 38-39
1993
Náttúran í list Ásmundar Sveinssonar = Nature
1991
Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. R
1988
Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Reykjavík
1988
Konan í list Ásmundar Sveinssonar. Reykjavík
1986
Le sculpteur islandais Ásmudnur Sveinsson : e
1985
Ásmundur Sveinsson : höggmyndir : 36 litskygg
1974
Sculptor Asmundur Sveinsson : an Edda in Shap
1961
Ásmundur Sveinsson. Reykjavík : Helgafell
1956
Myndhöggvarinn Ásmundur Sveinsson. Reykjavík
1954
Helgafell
6. árg ; 3.h. Gjafir til Reykvíkinga, bls. 53-55
1953
Helgafell
5. árg ; maí . Afmæliskveðja til Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara 20. maí 1953, bls. 1
1953
Helgafell
5. árg ; maí. Myndhöggvarinn Ásmundur Sveinsson, bls. 2-43
1939
Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Reykjavík Í

Listatengd störf eða verkefni

1922
Þýskaland
Starfsferðir