Email Facebook Twitter

Gunnlaugur Blöndal

01.01.1893

Gunnlaugur Blöndal

Um listamanninn

Gunnlaugur Pétur Blöndal listmálari fæddist að Sævarlandi í Þingeyjarsýslu árið 1893 en fluttist með foreldrum sínum, Sigríði Möller og Birni Blöndal lækni til Blönduós þegar hann var á þriðja ári og ólst þar upp. 
    Þegar hann var 16 ára flutti hann til Reykjavíkur og að loknu sveinsprófi í tréskurði árið 1913 silgdi hann til Kaupmannahafnar til að nema myndlist. Hann dvaldi þó ekki lengi í Kaupmannahöfn heldur fór aftur til Íslands og fór ekki erlendis fyrr en að tveimur árum liðnum og þá til Noregs en þar settist hann í Listaakademíuna í Osló. 

    Eftir tveggja ára nám gerði Gunnlaugur víðreist um Evrópu, heimsótti hann Þýskaland, Vín og Positano á Suður Ítalíu, fór síðan heim til Íslands og hélt fyrstu einkasýningu sína tveimur árum síðar í húsi KFUM Reykjavík. Árið 1923 hélt Gunnlaugur til Parísar að nema myndlist og var þar til ársins 1929. Miklar hræringar voru á þeim árum í listheiminum og lenti Gunnlaug í þeim miðjum. Hann hélt sýningar í Frakklandi og hlaut lof fyrir. 

    Helstu myndefni Gunnlagus voru portrett og nektarmyndir af konum, sjávar- og hafnarmyndir, landslag og fólk við fiskvinnslu. Einnig málaði hann allnokkuð eftir pöntunum opinberra aðila. Þekktust þeirra mynda er eflaust Þjóðfundurinn (1956). 

    Myndlist Gunnlaugs þykir hafa sérstöðu í íslenskri list eða eins og Kristján Karlsson segir í bókinni um listamanninn frá árinu 1963 ,,Gunnlaugur Blöndal var hvorki natúralisti né raunsæismaður í list sinni. Hann beitti fyrst og fremst pensli sínum til að láta í ljós persónulega, ljóðræna tilfinningu, sem er einstök í íslenzkri málaralist og gerir myndir hans auðkennilegar frá öllum öðrum..." sjá bls. 11. Gunnlaugur Blöndal lést 28. júlí 1962. Auk bókarinnar frá 1963 er einnig góð umfjöllun eftir Gunnar B. Kvaran, um verk Gunnlaugs í bók (sýningarskrá) samnefndri listamanninum frá árinu 1993.

Menntun

1916-1918
Hjá Christian Krogh

Einkasýningar

1996
Konan og nekt hennar
1994
Gunnlaugur Blöndal (1893-1962)
1993
Gunnlaugur Blöndal, Aldarminning
1961
Yfirlitssýning

Samsýningar

1941
Nordisk Kunst. Svensk-dansk-islands Udstillin
1926
Samsýning með frönskum málurum

Umfjöllun

2001
Gunnlaugur Blöndal listmálari 1893-1962. Fél
1993
Gunnlaugur Blöndal. Listasafn Reykjavíkur
1963
Gunnlaugur Blöndal. Helgafell
1943
Helgafell, 2. árg. jólahefti.
Listamaðurinn Gunnlaugur Blöndal, s. 367-370
1938
Gunnlaugur Blöndal. Arthur Jensen Forlag, Kbh
1930
Morgunblaðið