Email Facebook Twitter

Sigurborg Stefánsdóttir

28.01.1959

Sigurborg Stefánsdóttir

Um listamanninn

Ég vinn jöfnum höndum að málverki og bókverkagerð og hef verið með eigin vinnustofu síðan 2004. Um árabil vann ég einnig sem kennari við Myndlista - og handíðaskóla Íslands og síðar Listaháskólann. Að fást við myndlist er áskorun alla daga og að mínu viti mjög gefandi starf. Fjölbreytnin er takmarkalaus, sérstaklega nú á tímum, þegar allt er leyfilegt og tæknilegir möguleikar endalausir. Málverkin mín eru ýmist hlutbundin eða óhlutbundin, frekar ,,spontant” og tilraunakennd. Takmarkið er að ná jafnvægi í litum og formi, sem mér finnst ærið. Myndirnar hafa allajafna ekki nöfn, ég lít á þær eins og nokkurskonar ljóð án orða. Mér finnst skemmtilegt ef mér tekst að tjá húmor eða ,, absúrdisma” í verkum mínum. Eitthvað sem dregur fram bros eða tilfinningu um að hlutirnir séu ekki alveg ,,réttir”, villa í kerfinu, en samt ,,harmonia” í útfærslu. Myndirnar þurfa ekki líkjast einhverju kunnuglegu, myndflöturinn er hvort sem er sjónræn blekking. Hvað bókverkin varðar, gilda önnur lögmál. Þar er ég oftast að fást við orð og myndir, eitthvað vitrænt samhengi. Sú vinna finnst mér heillandi því þar þarf að huga að öllum þáttum bókarinnar: stærð, útliti, innihaldi, pappír, broti o.s.frv, og allt þarf að passa saman og hafa tilgang. Bókverkin mín eru af ólíkum toga og fæstar prentaðar í stóru upplagi.

Menntun

1982-1987
Teikni- og grafíkdeild og gestanám í textíldeild
1981-1982
Gestanemandi í myndmenntakennslu
1979-1980
Franska

Einkasýningar

2018-20190
Klippimyndir
2016
Málverk
2004
Málverk, Dopofiera, Lucca,Italíu
2004
Málverk, P.K galleri, Kbh
1999
Málverk
1994
Málverk
1992
Túss-teikningar
1989
Grafík og teikningar
1988
Málverk og grafík

Samsýningar

2019
Umhverfing no.3 Málverk
2016
Bókverk
2016
Alþjóðleg bókverk
2015
Alþjóðleg bókverk
2014
Norræn bókverk
2009
Bókverk, Context
2005
Myndskreytingar Bibiana, Bradislava
2005
Bókverk, Árbæjarsafn
2004
Bókverk, Handverk og Hönnun
2004
Bókverk,Listasafn Árnesinga
2001
Nagasawa artists 1997-2001
2001
Myndskreytingar í Grófinni ( samsýning)
2000
Aldamótasýning Sævars Karls
1998
Myndskreytingar
1997
Sýning á íslenskum barnabókamyndskreytingum
1988
Efterårsudstilling

Styrkir og viðurkenningar

2020
Artist of the month
2016
Viðurkenning
2005
Viðurkenning fyrir myndskreytingar
1990
Námsdvöl í Haystack Námsstyrkur

Umfjöllun

2018
Morgunblaðið
Viðtal, Aðrir sálmar. Valgerður Þ. Jónsdóttir
2015
Hugur og hönd
Pappírsverk, Rúna Gísladóttir
2009
Fredriksborg Amts Avis
Ventesalen bliver internationalt galleri. Norrie
2004
Morgunblaðið
Grautardallssaga, Ragna Sigurðardóttir
1999
Morgunblaðið
Stemmningsmyndir... Jón Proppé
1999
Morgunblaðið
Spegill, spegill,myndskreytingar, Margrét Tryggvadóttir
1997
Illustrators 39. Útg. Society of Illustrators
1997
Morgunblaðið
Samsetningar. Bragi Ásgeirsson
1996
Morgunblaðið
Land og leikur, Eiríkur Þorláksson
1996
DV
S.V:
1994
Morgunblaðið
Eiríkur Þorláksson
1994
DV
Goðsögulegar táknmyndir, Ólafur Engilbertsson
1992
Morgunblaðið
Teikningar, Bragi Ásgeirsson
1989
Morgunblaðið
Bragi Ásgeirsson
1989
Holbæks Amts venstreblad
Gode oplevelser paa Elværket. Per Jensen
1989
Dagblaðið
Ævintýri á pensilför,Ólafur Engilbertsson
1989
Ålborgs Stiftstidene
Ulla Holtegaard
1988
Morgunblaðið
G.L.Asg
1983
Birkeröd Amtsavis

Listatengd störf eða verkefni

2005
Sýningarstjóri á sumarsýningu Handverks og hö
Sýningarstjórn
2004
Grautardallssaga, Myndskreytt barnabók, útge
Bókaútgáfa
1999-2011
Listaháskóli Íslands
Myndlistarkennsla
1991-1994
Stjórn Form Ísland
Félagsstörf
1989-1999
Myndlista- og handíðskóli Íslands
Myndlistarkennsla

Vinnustofur

2019
Mexíkó

Félög