Email Facebook Twitter

Atli Már

17.01.1918

Atli Már

Um listamanninn

  

Aðrar upplýsingar.

   Atli Már Árnason fæddist í Reykjavík 17. janúar 1918.
   Foreldrar hans voru Árni Óla rithöfundur og blaðamaður á Morgunblaðinu og kona hans María Jórunn Pálsdóttir húsmóðir. 
   Atli hneigðist snemma að bókmenntum og myndlist. Hann vann um skeið við bókavörslu á Alþýðubókasafninu í Reykjavík. Árið 1937 fór hann til náms við Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn og var þar í alhliða listnámi með  auglýsingateiknun sem aðalfag. Atli útskrifaðist þaðan vorið 1940. Að námi loknu vann hann á Auglýsingastofu KRON, en stofnaði árið 1948 eigin auglýsingastofu, sem hann rak upp frá því. Um tíma ráku þeir Atli Már og Ásgeir Júlíusson teiknistofuna saman undir nafninu Teiknistofa Atla Más og Ásgeirs Júl. Þeir höfðu verið samtíða á Kunsthåndværkerskolen. Því samstarfi lauk og rak Atli Már teiknistofuna einn upp frá því. 
   Eftir Atla Má liggur mikið starf á sviði grafiskrar hönnunar. Hann hannaði og myndskreytti bókina Fögru veröld, ljóð Tómasar Guðmundssonar, sem AB, Almenna Bókafélagið, gaf út árið 1968. Árið 1940 unnu þeir saman, feðgarnir Atli Már og Árni Óla, bókina Trölli, þar sem Atli teiknaði myndir af tröllastráknum Trölla og Árni skrifaði sögu út frá myndunum. Einnig unnu þeir saman bókina Ljósmóðirin í Stöðlakoti og fl. Jafnframt starfi sínu sem teiknari, í tæpa þrjá áratugi, fékkst Atli Már alltaf við að mála, uns hann snéri sér nær alfarið að málaralistinni seint á  7. áratugnum. Hann starfaði að list sinni fram í desember 2005 eða tæpa fjóra áratugi. Hann lést 9. febrúar 2006, þá 88 ára að aldri.
    Atli Már var einn af stofnendum FÍT, félags íslenskra teiknara. Það var stofnað í nóvember 1953 og hélt uppá 50 ára afmæli sitt árið 2004 með sýningu á grafiskri hönnun á Íslandi. Var sýningin haldin í Listasafni Reykjavíkur þá um haustið. Má nefna að á meðal annara verka Atla Más á FÍT-sýningunni var hönnun hans á rauða Opal pakkanum utan um sælgætishálstöflur, frá því um 1945, fyrir Sælgætisgerðina Ópal; teikningin af bláum Ópal, sem hann gerði seinna; og gulu umbúðirnar um dósina fyrir grænar baunir frá Niðursuðuverksmiðjunni Ora, sem hann hannaði 1953. Rauði Ópal pakkinn og gula dósin með grænu baununum frá Ora eru verk, sem notuð hafa verið nánast óbreytt fram á þennan dag og löngu orðin fastur liður í íslenskum veruleika, að mati þeirra er um sýninguna fjölluðu opinberlega.
   Atli Már var gerður að heiðursfélaga FÍT,  félags íslenskra teiknara, í nóvember árið 1993.
   Að beiðni stjórnar happdrættis DAS, Dvalarheimilis Aldraðra Sjómanna,(Hrafnistu), sýndi Atli Már um árabil málverk sín í DAS-húsunum svokölluðu hvert vor. DAS-húsin voru einbýlishús, sem voru hæsti vinningur DAS- happdrættisins í síðasta drætti happdrættisársins, eitt á hverju ári, og voru sýnd almenningi með öllum húsbúnaði í nokkurn tíma. Síðast, vorið 1989,  sýndi Atli Már, að ósk sömu aðila, ásamt dóttur sinni Björgu Atla, málverk í Das-íbúð, sem þá var hæsti vinningur Das-happdrættisins. Var íbúðin opin almenningi um tíma og sýnd með öllum búnaði.  


Menntun

1937-1940
Lauk námi í auglýsingateiknun.(Grafiskri hönnun)

Styrkir og viðurkenningar


Umfjöllun

10
Lesbók Morgunblaðsins
LJÓÐ HAFA ALLTAF HAFT ÁHRIF Á MIG og orðið kveikjan að tilraunum mínum til frjálsrar myndsköpunar se

Listatengd störf eða verkefni

1965
málverk
1948
Stofnaði eigin auglýsingastofu,sem hann rak u
Grafísk hönnun
1940
Auglýsingastofa Kron
Grafísk hönnun

Félög

Ísland