Email Facebook Twitter

Muggur - Guðmundur Thorsteinsson

01.01.1891

Muggur - Guðmundur Thorsteinsson

Um listamanninn

Guðmundur Thorsteinsson - Muggur var fæddur á Bíldudal, sonur hjónanna Ásthildar Guðmundsdóttur og Péturs J. Thorsteinssonar útgerðarmanns. 
    Hann fluttist árið 1903 þá 12 ára gamall með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar. Fjölskyldan flutti svo aftur til Íslands árið 1910 en varð þá Guðmundur eftir. Hann bjó ýmist á Íslandi eða Danmörku og ferðaðist mikið. 
    Dvaldi hann m.a. um lengri eða skemmri tíma í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Bandaríkjunum. 
    Guðmundur lést 27. júlí í Sölleröd á Sjálandi, Danmörku og var jarðsettur í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. 
    Á legsteini hans er mósaíkmynd eftir Elof Risebye. 
    Árið 1958 gaf Elof Riseby prófessor í Kaupmannahöfn Listasafni Íslands 46 verk eftir Guðmund, en Riseby hafði safnað skipulega verkum eftir hann frá árinu 1927.     
    Árið 1981 var reistur á Bíldudal minnisvarði um Guðmund Thorsteinsson - Mugg og er hann eftir Guðmund Elíasson myndhöggvara.

Menntun

1911-1915
Var í undirbúningsdeild

Einkasýningar

1991
Úr myndheimi Muggs

Samsýningar

1988
Myndlistasýning í Ráðhúsinu

Umfjöllun

1991
Úr myndheimi Muggs. G.Th. Útg Listasafn Ísl
1986
Guðmundur Thorsteinsson. 3.útg. Reykjavík :
1960
Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, ævi hans og
1948
Yfirlitssýning í Ásmundarsal
1937
Nýja Dagblaðið
1930
Guðmundur Thorsteinsson. Útg í Reykjavík og
1922
Málverkasafnið, skrá
0
Nordisk malerkunst : det moderne maleis genne

Listatengd störf eða verkefni

1942
Sagan af Dimmalimm. Eftir Mugg. Útg. í Lond
Bókaskreytingar
1922
Fyrsta útgáfa Reykjavík 1922. Önnur útg. br
Spil
1922
Negrastrákarnir. Gunnar Egilson orti upp eft
Bókaskreytingar
1921-1923
Teikniskóli í Hellusundi 6
Stofnun og rekstur skóla
1921
Hélt barnaskemmtanir
Ýmis verkefni
1920
Saga Borgarættarinnar. Hlutverk Ormars Örlyg
Leiklist
1916
Þulur Theodóru Thoroddsen. Útg. í Reykjavík
Bókaskreytingar