Email Facebook Twitter

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

Aftur í listamann

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR_listmálari

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

1978


Um verkið

Sýningin Með viljann að verki 2010. Margrét Jónsdóttir, Upp, upp, mín sál og allt mitt geð ... Eggtempera á pappír 1978. Myndröðin sem ég sýni þarna byggist á upplifun og innsæi á þeim tíma þegar ég kom heim frá mastersnámi í London en það var menningarlegt áfall að koma heim. Listmenntun hafði lítið gildi og vorum við talin illa menntuð og höfðum enga möguleika til eins né neins. Veggir alsstaðar, hroki, yfirgangur og erfitt að gera neitt nema með klíkuskap og þá oftast ættartengslum. Myndröðin er tákn um ofríki, vald og þröngsýni en á þessum tíma voru karlmenn í flestum valdastöðum, síðan þegar konum tók að fjölga í áhrifastöðum og eitthvað kom sem kallaðist “jafnrétti” þá var í raun enginn munur því sömu stjórnhættir voru notaðir, menningarheimur karla var ráðandi og er enn í dag. Þessar myndir fóru óskaplega í taugarnar á fólki á sínum tíma og ollu miklum pirringi.