Email Facebook Twitter

Ingibjörg Magnadóttir

Aftur í listamann

Opera of her questo è dotato

Ingibjörg Magnadóttir

2016


Um verkið

Ofar mannlegum hvötum Mengi 2016 Kona eitt: Ingibjörg Magnadóttir. Síð kápa. Kona tvö: Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir. Síð kápa. Maður: Jón Örn Arnarsson. Síður frakki. Lýsing: Rauðgul birta frá lömpum. Leikmunir: Rafretta, armbandsúr, hátalari, farsími (muna að slökkva á hringingu). (Kona situr berfætt í síðri kápu, bakvið skilrúm, við sjáum lítillega í hægri bakhluta hennar, við sjáum reyk. Hún spilar brot úr óperum, tilviljunarkennt. Hoppar inn í lag) Kona: Þetta er búið, þetta er búið, þetta er búið, þetta er búið. Núna er árið tvöþúsund og sextán (Hún réttir út hægri höndina og horfir á handabak sitt). Ég er fjörutíu og einsárs. Þetta er búið, búið, búið, þetta er búið, þetta er búið. (Hún fer öll bakvið skilrúmið og hverfur áhorfendum) Kona: Hvar eru mikilvægu hlutirnir sem ég hef gleymt, hvar er staðurinn fyrir mikilvægu hlutina? (Kona stendur framarlega sviðinu. Maður kemur úti um dyrnar á eldhúsinu). Hann: Ég elska þig (Hann tekur skref í áttina til hennar) Kona tvö: Ég elska þig (Hún tekur skref í áttina til hans) Hann: Ég elska þig (Kona eitt hóstar, blæs síðan reyk til hægri.) Kona tvö: Ég elska þig Hann: Ég elska þig (Þau faðmast og halda faðmlaginu). Kona eitt: (Gengur afturábak og svo fram og sest aftur í stólinn. Tekur smók og blæs honum til hægri). Af hverju er enginn hjá mér, af hverju er enginn hjá mér, af hverju er enginn hjá mér? Kona: Hvað er ég búin að vera hér lengi ... Þetta er búið, þetta er búið, þetta er búið. (Hún réttir út hægri höndina og lætur eitthvað detta. Tónar koma inn, hún heldur á litlum hátalara. María Callas syngur) Kona: Hlustaðu, hlustaðu ... núna kemur það ... hérna ... og hér, svo hér og ... þetta. Svo þessi tónn. Hlustaðu, hér ... og hér.