Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Jötnar II – Hrímþursar 1

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2017

Akrýlmálverk Akrýllitir


Um verkið

Hér sjást kunnuglegir vættir goðsagna og goðafræði; hrímþursar í ísi lögðu landslagi eilífs veturs. Myndin var unnin á vinnustofu listamanns við Nethyl 2c á Ártúnsholti, en hér var einblínt á mónókrómískan styrkleika og jafnframt hörfað aftur til fortíðar þá er svipuð verk voru unnin á námsárum við Willem de Kooning akademíuna í Rotterdam. Einföld og dínmísk uppsetning þar sem leikið er með fókus, áherslur og smáatriði til að mynda verk sem hægt er að skoða og rannsaka í þaula. Verkið telst sem númer tvö í nýrri seríu þar sem fornir féndur manna og Ása eru færðir í nýjan búning, en fullyrða má að töluvert muni bætast í safnið á komandi misserum þar sem pantanir hafa þegar verið lagðar fram. Hrímþursarnir voru sýndir og seldir á samsýningunni “Höfuðáttir” í Gallerí Gátt, snemma að ári 2018.