Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Sortnun / Blackened 2d, 2e, 2f – Nátthrafnar 4 til 6 (Triptych)

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2018

Akrýlmálverk Akrýllitir


Um verkið

Kynjaverurnar bærast á striganum og öðlast meira líf, karakter og tilgang. Ekki ósvipað „Elskendum (Sortnun 1d og 1e)“ þá byggir hugarflæðið á örlagakenndum öflum sundrungar og sameiningar, en slíkar andstæður / aðstæður láta oft á sér bera í ólgusjó tilvistarinnar. Seinna þríeykið var unnið meira sem heild og þrívíð formin látin samræmast í útliti og hegðun. Tæknin hefur tekið stórum framförum og mikil spenna í listasmiðjunni þar sem erfitt er að greina einhver takmörk á þessum sérkennilega og sérstæða stíl sem margir virðast kunna að meta… Öll verkin eru tiltölulega ný og eru ósýnd / óseld þegar þetta er skrifað.