Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Trapped (föngun) – I to III

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2009

Akrýlmálverk Akrýllitir


Um verkið

Aflögun mannslíkamans sem frelsun undan hefðbundnum lögmálum anatómíunnar, en líkamanum er hnoðað saman og troðið inn á strigann; ekki ósvipað því er sést þegar að jóga-/aflögunarmeistari skríður inn í lítið glerbúr. Hér ber að líta fyrstu þrjár í langvarandi seríu sem mun telja 21 verk í heildina, en leitast var við að brjótast úr viðjum tækni, uppsetninga og formfestu. Serían var skipulögð sem nýtt upphaf og jafnvel endurþjálfun gegnum tiltölulegan hráan minimalisma (í samanburði við önnur verk) þar sem mónókrómískar litasamsetningar falla að minnistæðum einfaldleika forms og dýpta. Verkin voru unnin í listasmiðju Nekron Art í Zoetermeer í Hollandi og hafa síðan verið sýnd á fjölda sam- og einkasýninga. Þess má geta að fyrsti hluti (verk 1 til 9) hefur nýverið selst í heild sinni.