Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Sortnun / Blackened 2b - Nátthrafn 2

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2018


Um verkið

Grafískur styrkleiki kryptógeníska stílsins fær aukið vægi í flæðandi formum þar sem kynjaverur rísa og dafna. Margt leynist í skuggunum og víst að ótaldar afurðir sköpunaráráttu muni líta dagsins ljós, umkringdar rúnum, ristum og norrænum/keltneskum hnútum sem öðlast eigið líf á striganum. Hér er forminu fylgt og málningin látin flæða eftir striganum þar sem hún er gripin, mynduð og reist upp úr tvívíðum fleti strigans. Myndefnið var unnið sem hluti af þrímynd (Triptych) sem er viss formúla til framtíðaráforma. Samræðan er gulls ígildi og gagnrýni silfur hennar („rýni til gagns“), en fágætir gestir og vinir hafa leitt margt til lykta, jafnframt komið með tillögur og fjársjóð væntinga sem leitt hafa til upprisu nýjunga og/eða aukinna afkasta. Slík skilyrði urðu til þess að leitað var til fortíðar og gamalt myndform frá námsárunum dregið fram að nýju, en myndin var sýnd og seld – ásamt öllum verkum fyrsta hluta seríunnar – á samsýningunni Torg / Listamessa í október 2018.