Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Surtur sækir að Frey

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2010

Akrýlmálverk Akrýllitir


Um verkið

Verkið sýnir örlög Freys í Ragnarökum samkvæmt Gylfaginningu Snorra-Eddu, en norræna frjósemisgoðið lýtur í lægra haldi fyrir hinum ógurlega Surti. Sá fer fyrir Múspellssonum og eyðir veröldinni í eldi þá er goðin hafa hlotið örlög sín. Myndin var unnin á fyrrum vinnustofu listamanns í Hollandi og telur til þess forms myndlistar sem er unnið í hreinum akrýl sem miðli. Áhersla var lögð á dínamískt og magnþrungið andrúmsloft, en stór skref voru tekin í samræmingu á uppsetningu og áherslu myndefnis ásamt tilheyrandi aðferðafræði og höndlun á rými. Verkið tilheyrir seríunni Ragnarök og hefur verið til sýnis í húsnæði Tryggingamiðlunar Íslands undanfarin ár, en myndin var einnig fengin að láni til einkasýningar og opnunar á vinnustofu við Bæjarhraun í Hafnarfirði árið 2014.