Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Ferð Þórs til Útgarðaloka I - Þór glímir við Elli

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2016

Akrýlmálverk Blönduð tækni Akrýllitir Pastellitir


Um verkið

Ein af þremur þrautum Þórs sem Útgarða-Loki lagði fyrir hann í frægri kviðu Snorra Eddu, en hér glímir Þrumuguðinn við Elli sjálfa og tapar vissulega þrátt fyrir ‘næstum’ yfirnáttúrulega krafta og þrautseigju. Klárað í Nekron-Art listasmiðju við Nethyl 2c, Ártúnsholti og málverkið er eitt af þeim fyrstu þar sem pastel krítum er blandað saman við akrýlinn til að minnka gljáa og öðlast náttúrulegri litasamsetningar. Samkvæmt venju var mikið lagt upp úr myndbyggingu og smáatriðum til að öðlast fókus og dýpt, en hér var einnig notast við flæðikennd og táknræn munstur, galdrastafi og rúnir til að byggja forneskjulegt andrúmsloft. Myndin er sú fyrsta og – líklegast – stærsta í 3 verka seríu sem mun telja raunir Þórs, en möguleikar eru á að teygja seríuna þeim mun lengra og telja fram aðrar raunir sem Útgarða-Loki á að hafa lagt fyrir förunauta þrumuguðsins. Myndin hefur verið sýnd í þrígang; þá fyrst á einkasýningu í Stúdíó Z (hluta af sýningarsal Anarkíu á sínum tíma) og svo í tvígang á samsýningum.