Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Sortnun / Blackened 6 – Sægras 1 og 2

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2018

Akrýlmálverk Akrýllitir


Um verkið

Flæði, svipbrigði og norrænt/keltneskt munstur einkennir sjötta afsprengi fyrsta flokks Sortnunar. Þrjár vofur bærast í vindi, öldum eða einfaldlega í eigin hljómfalli og hugur listamannsins við taktfasta tónlist ásamt kunnuglega útskurði og höggmyndalist forveranna: „Leiðir framávið hefjast oft með skrefi til baka…“ Hér er leitast við að kalla fram hreyfingu í listformið ásamt frekari meðhöndlun og formfestu efniviðsins í þrívíðu sjónarsviði; þar sem brotið er í bága við almennan flöt strigans og jafnframt hugað að útrás málningar á utanverða kanta. Diptych tvíeykið er verðugur þáttur sjónarspilsins þar sem verkin eru svipuð og sambærileg, þó vissulega sérstæð á eigin vísu. Vofveigleg Sægresin teljast sem persónulegur óður til fortíðar þar sem auðgert var að heillast af hæfileikum handverksmanna sem skildu listfengi sitt og náðargjafir eftir í fágætum munum á borð við útskurði í tré, tálgun einhverskonar og/eða skúlptúr. Sér í lagi, þá verða Sægresin að öllum líkindum mun fleiri og spennandi að íhuga hvert listformið mun teygja anga sína þegar fram sækir. Þessar tvær voru sýndar og seldar á „Torgi – Listamessu“ að hausti 2018.