Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Börn Loka I - Sleipnir

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2016

Akrýlmálverk Akrýllitir


Um verkið

Afkvæmi hálfguðsins Loka (í merarlíki) og jötunhestsins Svaðilfara; Sleipnir, hér ungur að árum og óbeislaður í flæðikenndu og frumstæðu umhverfi. Stórt skref í endanlegu hönnunarferli hins áttfætta konungs hesta, en hér var unnið að því að endursmíða hest út frá almennri anatómíu og þá sem nokkurskonar dýrslegan forföður; öllu ólíkan ættingjum sínum og frekar ófrýnilegan ásýndum. Reiðskjóti Óðins, ótaminn og kynngimagnaður óvættur sem étur kjöt frekar en gras og leiðir meistara sinn óhikandi í gapandi skolta Fenrisúlfs á Ragnarökum. Sú hugmynd (sýn) réð hér förum og einblínt á að grípa kraftmikið dýrið í eðli sínu, hvort sem í uppsetningu og/eða litasamsetningum, frekar en að leiðast út í dæmigerðan fagurgala. Myndin var unnin og fullkláruð fyrir einkasýningu í Stúdíó Z (Anarkíu), en var jafnframt sýnd og að lokum seld á samsýningunni „Höfuðáttir“ í Gallerí Gátt, Kópavogi, snemma á árinu 2018.